top of page
Forfatters billedeGDan

Kortasjá sveitarfélagsins

Hönnun á legu ljósleiðarakerfisins er nú aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins. Í val glugga hægra megin á kortasjánni er valinn reiturinn Ljósleiðari og þá birtast hugmyndir af lagnaleiðum. Rétt er að taka fram að um hönnunargögn er að ræða og allar ábendingar um fyrirliggjandi inniviði sem hugsanlega má nýta svo og heppilegri lagnaleiðir en þarna koma fram eru vel þegnar og slíkum ábendingum verður afar vel tekið. Hægt er að koma slíkum ábendingum á framfæri hér. Viðræður við landeigendur fara fram þegar nær dregur framkvæmdum á hverju svæði fyrir sig. Ábendingar og góð ráð frá landeigendum eru mikils virði og fullt tillit verður tekið til þeirra óska sem fram koma í þeim samtölum. Tekið skal fram að þeir tengistaðir sem fram koma svo og hugmyndir af lagnaleiðum eru settar eftir bestu vitund. Þátttaka eigenda tengistaða svo og þær reglur sem um tengingar gilda ráða að endingu hvaða staðir verða tengdir.

786 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page