top of page
Forfatters billedeGDan

Áfangi 7 Lundareykjadalur

Lagning á ljósleiðara í Lundareykjadal er lokið og þjónustuveitum hefur verið sendur listi yfir þá sem tilheyra þeim áfanga. Notendur sem eru á svæðinu frá Fossatúni að Þverfelli geta nú haft samband við sína þjónustuveitu og pantað sér fjarskiptaþjónustu.


Gott er að hafa í huga að þegar pöntuð er fjarskiptaþjónusta er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.


Framkvæmdir við áfanga 6 ganga vel og jarðvinna er langt komin í áfanganum. Til upprifjunar liggur áfangi 6 frá Fossatúni til suðurs um Hest, Heggstaði, Hvítárvelli, Grímarsstaði og tengir kerfið okkar við Hvanneyri.


Á næstu dögum færa verktakarnir okkar sig um set. Stefnan er tekin upp Norðurárdal í verkhluta sem við köllum áfanga 18. Hafist verður handa við plægingu við Sveinatungu og Krók og unnið niður Norðurárdalinn, komið við í Svartagili og Einifelli og þaðan í tengimiðju kerfisins í Varmalandi.



117 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page