top of page

Áfangi 9 - síðasti áfangi verksins

  • Forfatters billede: GDan
    GDan
  • 5. okt. 2022
  • 1 min læsning

Á verkfundi fyrr í dag kom fram að verktaki okkar er farinn að huga að vinnu í áfanga 9 sem jafnframt er síðasti áfangi verksins. Áfangi 9 er frá Baulu að Bifröst, meðfram þjóðvegi 1. Íbúar innan áfanga 9 geta því átt von á heimsókn frá Sævari eftirlitsmanni og í kjölfarið verktakanum á næstu dögum.


Jarðvinnu er lokið í áföngum 10 og 12. Strengir eru komnir í rör í áfanga 12 og síðar í vikunni líkur blæstri strengja í áfanga 10. Vinna er í fullum gangi við að tengja strengi í tengibrunnum í þessum tveimur áföngum og við áætlum að áfangar 10 og 12 verði tilbúnir í lok október.


Af áfanga 17, frá Fíflholti að Hallkelsstaðahlíð er það að frétta að plægingu röra líkur, ef fram fer sem horfir, í upphafi næstu viku. Þessa dagana fer fram frágangur á inntökum, tengibrunnum og tengiskápum í áfanganum. Blástur á strengjum í rör hefst í áfanganum í næstu viku og samhliða því fara tengingar fram. Það er von okkar að áfangi 17 verði tilbúinn til notkunar um miðjan nóvember.


 
 
 

Comentários


bottom of page